Styttist í samnor­rænan fund og systra­kvöld

Laugar­daginn 31. ágúst nk.

Laugar­daginn 31. ágúst nk. mun St. Jóh. Edda halda samnor­rænan fund í reglu­heim­ilinu. Fundurinn verður með hefðbundu sniði, en þar mæta fulltrúar allra elstu stúkna Norður­landanna og má búast við fjölmenni.
Þessir fundir eru haldnir annað­hvert ár og skiptast elstu stúkur Norður­landanna á gestgjafa­hlut­verkinu og er það mikill heiður að St.Jóh.St. Edda skuli halda þennan fund á 100 ára afmælis­árinu.
Um kvöldið verður haldið samnorrænt systra­kvöld. Við hvetjum íslenska bræður í öllum stúkum til að hefja starfsárið á góðri skemmtun með því að að skrá sig og taka þátt í skemmtilegu kvöldi með erlendum bræðrum og systrum. Eins og á hefðbundnum systra­kvöldum, þá klæðast bræður kjólfötum og hvítu vesti og systur síðkjólum.
Skrán­ing­ar­formið er hægt að nálgast með því að smella hér

Þeir sem vilja mæta á fundinn, en sjá sér ekki fært að mæta um kvöldið er það að sjálf­sögðu velkomið, en þá þarf ekki að skrá sig.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?