Stutt kveðja

Lítið ljós á kerti opnar sálina fyrir ilmi daganna.

Góðan dag bróðir minn.
Nú hristist og skelfur jörð hér á okkar slóðum og láta náttúru­öflin vel í sér heyra. Ég vona samt að ykkur líði vel og að ykkar öryggi sé vel tryggt og öruggt.
Það er nokkuð ljóst að enn fáum við ekki að hittast á fundi, en mín tilfinning og von er að það styttist í það, ef allt gengur að óskum.
Viðbyggingu okkar að Ljósatröð miðar áfram og er vinna í fullum gangi og vonandi verður allt klárt fyrir vorið.
Vorið og aukin birta gefur okkur von og eflir bjartsýni okkar bræðra.

Enginn er fullkomin er oft sagt við okkur, en það er okkar að vinna í okkur sjálfum og gera okkur að betri mönnum og breiða út það sem gott er.
Bræður mínir, minnumst þeirra sem veikir eru í bænum okkar og sendum þeim góða strauma með ósk um að við fáum að sjást allir sem einn þegar starfið hefst.
Góðar stundir bræður mínir og megi hinn hæsti vaka yfir okkur öllum og gefa okkur styrk til góðra verka.

Lítið ljós á kerti opnar sálina fyrir ilmi daganna.

Með bróður­legri kveðju
Ásgeir Magnússon
Stm. Njarðar

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?