Stutt kveðja frá Ásgeiri Magnússyni Stm. St. Jóh.st. Njarðar

Góðan dag bróðir minn.

Nú er kominn bónda­dagur og þorri gengin í garð og ég leyfi mér að halda að bráðum förum við að funda aftur í Ljósatröð.
Bráðum getur verið dagar og eða vikur en samt trúi ég að um miðjan febrúar förum við af stað með starfið. Það er einnig mín von að sem flestir sjái sér fært að koma til starfa í stúkunni um leið og opnast fyrir það og við verðum Iðnir fram á vor því mörg skemmtileg verkefni eru á okkar dagskrá.

Þó að leiðin virðist vönd
vertu aldrei hryggur.
Það er eins og hulin hönd
hjálpi er mest á liggur
             (Jón Sigfússon Bergmann)

Bróðir minn ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra að sinni en iðkaðu þær dygðir sem við teljum bestar og njótið samvista við þína nánustu.
„Ég þekki ekki né skil þann veg sem mér hefur verið valinn, en ég þekki hann sem leiðir mig og honum get ég treyst.“ (Lúther).

Með bróður­legri kveðju
Ásgeir Magnússon
Stm. Njarðar

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?