Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 19. október Sjá nánar.

Stúku­starf hefst aftur 6. ágúst 2020

Stúkufundir hefjast með Stórhátíð þann dag

Bestu óskir um gleðilegt sumar kæru bræður og systur, með þökkum fyrir liðinn vetur. Í gær, á síðasta vetrardag ákvað Stórmeistari Frímúr­ar­a­regl­unnar, Kristján Þórðarson og Æðsta Ráð Reglunnar að ekki yrðu fleiri stúkufundir á þessu starfsári, enda Covid-19 farald­urinn, ekki enn yfirstaðinn. Þessi ákvörðun er augljós í ljósi þess að íslensk yfirvöld hafa ákveðið að takmarkanir gildi áfram um fjölda­sam­komur og verði svo áfram fram eftir sumri. Áður hafði verið ákveðið að fella niður alla fundi og samkomur á vegum Frímúr­ar­a­regl­unnar frá 11. mars til 27. apríl.

Gefin var út tilskipun þess efnis að skipun­artími allra embætt­is­manna í starfs­stúkunum framlengist til lokafundar 2021. Þá var ennfremur ákveðið að stúkufundir hefjist 6. ágúst næstkomandi, með Stórhátíð. Starfið í haust hefst því nokkuð fyrr en áður hefur verið. Svipaðar ákvarðanir hafa einnig verið teknar á hinum Norður­löndunum. Tíminn einn getur síðan skorið úr um hvort það tekst, en bjartsýni er okkur í blóð borin og við vonum hið besta.

Fjölmargir bræður hafa brugðið á það ráð að nýta símann til þess að hringja til bræðra, vina og kunningja til þess að sýna umhyggju og velvild í garð náungans. Einnig langar mig til að vekja athygli bræðra á „netsam­komum“ sem þróaðar hafa verið af bræðrum í Mælifelli og ef áhugi er á að kynnast því betur, hvet ég bræður til að hafa samband við Erindreka Reglunnar. Mjög margir hafa þurft á stuðningi að halda, andlegum, til matar- og lyfja­kaupa og eða annarrar þjónustu. Fjöldi bræðra og systra munu þurfa áfram á aðstoð að halda og því miður er mjög margt sem bendir til þess að margir eigi eftir að missa vinnuna. Náungakær­leikur og umhyggja er sem betur fer langflestum í blóð borin og við skulum því opna hug og hjarta, sýna kærleik í verki og láta gott af okkur leiða í samfé­laginu sem aldrei fyrr.

Megi blessun guðs hvíla yfir ykkur öllum og að þið eigið innihalds- og hamingjuríkt sumar.

Eiríkur F. Greipsson
Erindreki R.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?