Allt starf fellt niður næstu þrjár vikur, frá 25. mars Sjá nánar.

Stúkurnar Edda og Glitnir bjóða nú hlaðvarps­þjónustu

Rafrænn snerti­flötur

Í framhaldi af hvatningu Stórmeistara Reglunnar að stúkur séu í sambandi við bræður með öllum tiltækum og heimilum leiðum, þar með talið samskipta­leiðum á Netinu, ákváðu Eddu- og Glitn­is­bræður að virkja slíka þjónustu á sínum upphafs­síðum á innri vef Reglunnar.

Hlaðvarps­þjónusta er vefsíða sem tekur saman og tengir við marga hlaðvarps­þætti sem ýmist eru hljóð­skrár eða myndbands­skrár. Þessi þjónusta náði fyrst mikilli útbreiðslu með tilkomu tónhlaða á borð við iPodinn .

Á hlaðvarpssíðu Eddu er nú að finna þrjár myndbands­skrár þar sem fjallað er um sögu Eddu, reynslusögu af covid og heimsókn Gunnars Þórólfsson á Minjasafn Reglunnar.

Hlaðvarpssíða Glitnis býður upp á tvær hljóð­skrár. Annars vegar má hlusta á viðtal við br. Sigtrygg Rósmar Eyþórsson og síðan hugvekju um týndu dyggðina hugrekkið, sem br. Jóhann Heiðar Jóhannsson les. 

Stefnt er að því að báðar stúkurnar bæti við nýju efni í hverri viku.

Þessa þjónustu má nálgast á innri vef Reglunnar. Að lokinni innskráningu er farið á upphafssíðu viðkomandi stúku og smellt á tengilinn Hlaðvörp sem er að finna á hægra dálki síðunnar.

Frímúr­ara­bræður eru hvattir til að kynna sér þessa nýju þjónustu sem kalla má rafrænan snertiflöt. 

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?