Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 13. janúar 2021 Sjá nánar.

Stúkurnar Edda og Glitnir bjóða nú hlaðvarps­þjónustu

Rafrænn snerti­flötur

Í framhaldi af hvatningu Stórmeistara Reglunnar að stúkur séu í sambandi við bræður með öllum tiltækum og heimilum leiðum, þar með talið samskipta­leiðum á Netinu, ákváðu Eddu- og Glitn­is­bræður að virkja slíka þjónustu á sínum upphafs­síðum á innri vef Reglunnar.

Hlaðvarps­þjónusta er vefsíða sem tekur saman og tengir við marga hlaðvarps­þætti sem ýmist eru hljóð­skrár eða myndbands­skrár. Þessi þjónusta náði fyrst mikilli útbreiðslu með tilkomu tónhlaða á borð við iPodinn .

Á hlaðvarpssíðu Eddu er nú að finna þrjár myndbands­skrár þar sem fjallað er um sögu Eddu, reynslusögu af covid og heimsókn Gunnars Þórólfsson á Minjasafn Reglunnar.

Hlaðvarpssíða Glitnis býður upp á tvær hljóð­skrár. Annars vegar má hlusta á viðtal við br. Sigtrygg Rósmar Eyþórsson og síðan hugvekju um týndu dyggðina hugrekkið, sem br. Jóhann Heiðar Jóhannsson les. 

Stefnt er að því að báðar stúkurnar bæti við nýju efni í hverri viku.

Þessa þjónustu má nálgast á innri vef Reglunnar. Að lokinni innskráningu er farið á upphafssíðu viðkomandi stúku og smellt á tengilinn Hlaðvörp sem er að finna á hægra dálki síðunnar.

Frímúr­ara­bræður eru hvattir til að kynna sér þessa nýju þjónustu sem kalla má rafrænan snertiflöt. 

Aðrar fréttir

Um vonina
Að leggja við hlustir
Falleg saga
Af ferðalögum

Innskráning

Hver er mín R.kt.?