Heilbrigð­is­ráðu­neytið gefur út nýja reglugerð sem tók gildi 10. maí 2021 Sjá nánar.

Stórhátíð – breyttar forsendur vegna COVID-19

Aðeins 100 bræður geta tekið þátt - Strangar reglur vegna sóttvarna í heiðri hafðar.

Stórhátíð verður haldin eins og áður var búið að ákveða þann 6. ágúst næstkomandi. Breyttar sóttvarnakröfur valda því þó að aðeins verður unnt að heimila 100 bræðrum að sitja fundinn, en með því er unnt að tryggja að allar kröfur yfirvalda um sóttvarnir verði í heiðri hafðar.

Þar sem fjöldi embætt­is­manna Lands­stúk­unnar á Stórhátíð er mjög mikill verður aðeins unnt að tryggja þeim bræðrum sæti. Aðrir bræður sem hafa þegar skráð sig til þátttöku og komast ekki að, munu fá tilkynningu á skráð netfang sitt um þessa óhjákvæmilegu fækkun fundar­manna og að þeim verði að sjálf­sögðu endur­greitt skrán­ing­ar­gjaldið. 

Að sjálf­sögðu er leitt að þurfa að taka slíka ákvörðun, en Frímúr­a­reglan starfar einfaldlega samkvæmt íslenskum lögum og fyrir­mælum stjórn­valda. (Sjá HÉR). Jafnframt vitum við að þeir bræður sem ekki geta sótt fundinn, munu sýna þessari stöðu fullan skilning og er það þakkað af bróðurhug.

Í ljósi mikillar óvissu um stöðu sóttvarna á næstunni, þá verða birtar tilkynn­ingar hér á heima­síðunni um þær takmarkanir og reglur sem munu gilda um næstu fundi samkvæmt útgefinni starfsskrá. (Sjá HÉR). Bræður eru því hvattir til að fylgjast vel með fréttum og tilkynn­ingum á heima­síðunni.

Frekari upplýs­ingar veitir Erindreki Reglunnar, erindreki@frimur.is 

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?