Eins og brr. þekkja þá hefur hefðbundið fundarstarf legið niðri í Reglunni undanfarna mánuði vegna COVID—19. Nú hefur SMR hinsvegar gefið út að starfið hefjist á ný með Stórhátíð, sem til stóð að halda síðasta vor. Stórhátíð verður haldin á VIII° fimmtudaginn 6. ágúst og hefst fundurinn klukkan 18:00.
Eins og kemur fram í skilaboðum SMR verður fjöldatakmörkun á fundinn, að tilmælum yfirvalda, og er mögulegur fjöldi á fundinum því aðeins 200.
Rafræn skráning á fundinn
Eins og venja er orðin er rafræn skráning á fundinn, sem er nú þegar hafin. Skráningin er aðeins opin þeim brr. sem hafa skráð sig á innri vef Reglunnar og hafa náð VIII°.
Lokað hefur verið fyrir skráningu á fundinn.
Bræður sem hyggjast sækja Stórhátíðarfundinn og vilja halda tveggja metra fjarlægðarreglu þurfa að tilkynna þá ósk sína sérstaklega til stjórnstofu Reglunnar.