Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Stikils­berja-fundur

Fundur á I° var haldinn í stúkunni Fjölni þriðju­daginn 18. febrúar 2020. Var það upptökufundur þar sem enn eitt ljósið var tendrað í sístækkandi ljósadýrð Fjölnis. Nú verður það verkefni brr. að hlúa að þessu ljósi og veita því skjól en einnig andrými til að vaxa og aukast.

Fundurinn var afskaplega fallegur og embætt­ismenn stóðu sig með prýði, en 49 brr. sóttu fundinn og þar af voru 3 brr. úr tveimur öðrum stúkum. Í brr. máltíð var boðið upp á ofnbakaðan fisk með rófublönduðu risotto sem var ákaflega ljúffengt.

Réttum 135 árum áður en Fjölnir hélt sinn fund á I°, eða þann 18. febrúar árið 1885, var skáld­sagan Stikils­berja-Finnur (Adventures of Huckle­berry Finn), eftir banda­ríska rithöf­undinn og frímúr­arann Mark Twain, gefin út í fyrsta skipti í Banda­ríkjunum. Hafði hún þá áður verið gefin út í Englandi og Kanada nokkrum mánuðum fyrr. Þessi sögufræga bók, sem er sannarlega umdeild vegna orðræðu og söguþráðar, beinir ljósinu markvisst að samvisku manns og hjartalagi. Lesandinn er í raun krafinn um svör við því hvernig maður hann vill vera og hvernig hann sjái fyrir sér samfé­lagið – krafa sem endurómar í sífellu og á alltaf erindi.

Næsti fundur í stúkunni Fjölni verður þriðju­daginn 25. febrúar á III°. Þar áður verður hinn stórfróðlegi fræðslufundur um II° haldinn sunnu­daginn 23. febrúar og kynning á heimasíðu R. verður haldin sama dag. Í mars verða síðan nokkur fróðleg erindi, þar með talið um bróðurkær­leikinn þann 1. mars, svo að brr. eru hvattir til að fylgjast vel með tilkynn­ingum og geta sannarlega látið sig hlakka til.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?