Starfsskrá funda á heimasíðu ekki rétt

Eins og bræður hafa fylgst með þá er starfsskrá funda í starfs­stúkunum sem birtist hér á heimsíðunni ekki rétt. Úr því verður reynt að bæta með tilkynn­ingum hér.

Ekki ætti að vera þörf á að kynna af hverju þetta „ástand“ er eins og það er, en auðvitað er það vegna COVID-19 óværunnar á einn eða annan hátt.

Því hefur verið lofað að birta allar upplýs­ingar um starfið hér á heima­síðunni og nú er staðan þessi, samkvæmt þeim upplýs­ingum sem Stjórn­stofu hafa borist.

Stmm. allra stúkna eru hvattir til að senda tilkynn­ingar um starfið á vefnefnd og/eða Erindreka Reglunnar, að minnsta kosti þangað til COVID-19 er gengið yfir.

St. Jóh. stúkur:

 1. Njörður hélt sinn fjárhags­stúkufund s.l. föstudag (4/9/20), í Ljósatröð. Forskráð var á fundinn.
 2. Hamar heldur sinn fjárhags­stúkufund á morgun, þriðjudag 08/09/20. Forskráning er á fundinn í Ljósatröð, á heima­síðunni. Hámark fundar­manna er 58.
 3. Glitnir heldur sinn fjh.st.fund miðviku­daginn 09/09/20. Forskráning er á fundinn í Rh. á heima­síðunni.
 4. Njörður heldur sinn II°fund miðviku­daginn 9. september 2020 og mun verða forskráð á hann.
 5. Mímir heldur sinn fjh.st.fund 14/09/20. Vinsam­legast fylgist með tilkynn­ingum hér á heima­síðunni varðandi fundinn.
 6. Edda. Innsetn­ing­ar­fundur verður í Eddu þriðju­daginn 15/09/20. Forskráning verður á fundinn.
 7. Lilja heldur sinn fjh.st.fund 16/09/20. Vinsam­legast fylgist með tilkynn­ingum hér á heima­síðunni varðandi fundinn.
 8. Snorri. Innsetn­ing­ar­fundur verður í Snorra föstu­daginn 18/09/20. Reiknað er með forskráningu
 9. Gimli heldur sinn fjh.st.fund 21/09/20. Vinsam­legast fylgist með tilkynn­ingum hér á heima­síðunni varðandi fundinn.
 10. Njála heldur sinn fjh.st.fund 21/09/20 að öllu óbreyttu. Nánari tilkynn­ingar verða sendar til bræðra um fyrir­komulag fundarins.
 11. Mælifell heldur sinn fjh.st.fund 22/09/20. Nánari upplýs­ingar um fundinn verða sendar til bræðranna í tölvu­pósti eða með öðrum hætti þegar nær dregur.
 12. Iðunn hefur sitt starf m. fjh.st.fundi á Akureyri þann 26/09/20.
 13. Fjölnir heldur sinn fjh.st.fund 29/09/20. Vinsam­legast fylgist með tilkynn­ingum hér á heima­síðunni varðandi fundinn.

St. Andr. stúkur:

 1. Helgafell heldur fjh.st.fund n.k. miðvikudag 09/09/20. Fullbókað er á fundinn.
 2. Hekla heldur fjh.st.fund n.k. mánudag 14/09/20. Fullbókað er á fundinn.
 3. Huginn stefnir að því að halda fjh.st.fund 24/09/20
 4. Hlín stefnir að því að halda fjh.st.fund 29/09/20
 5. Harpa stefnir að því að halda fjh.st.fund þann 30/09/20

Lands­stúkan:

 1. Fundur á VIII stigi verður n.k. fimmtudag, 10/09/20
 2. Innsetning HSM verður fimmtu­daginn 17/09/20. FUNDURINN VERÐUR Á VII STIGI,  en ekki á VIII stigi eins og starfsskrá segir.
 3. Fundi á IX sem vera átti á Akureyri þann 19. september n.k. hefur verið frestað

Reiknað er með að aðrir fundir í Lands­stúkunni verði eins og auglýst starfsskrá gerir ráð fyrir og að skráð verði á alla fundi þar til annað verður ákveðið.

Aðrar tilkynn­ingar hafa ekki borist stjórn­stofu né Erindreka.

Athygli bræðranna er ítrekað vakin á því að fylgjast vel með heima­síðunni til að fá nýjustu fréttir af starfinu, sem getur breyst með nánast engum fyrirvara. Einnig eru Stmm. stúkna hvattir til að setja inn fréttir af starfi stúknanna.

Það er ákaflega gleðilegt að sjá hvað stjórn­endur stúkna hafa lagt sig fram við að koma starfinu í gang, sem allt verður að sjálf­sögðu innan þeirra reglna um sóttvarnir sem yfirvöld setja hverju sinni. En það skal einnig ítrekað að það er enn til staðar smithætta í samfé­laginu og því verður það aldrei nógu oft tekið fram að biðja bræður um að fara að öllum tilmælum yfirvalda um sóttvarnir.

Frá Erindreka/Stjórn­stofu

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?