Starfið heldur áfram

III° fundur framundan

Þriðju­daginn 12. febrúar njótum við þess að fylgja brr. upp á III°. Það er tilvalið að koma aftur til starfa eftir frábæran tíma með systrum um liðna helgi.

Nú er farið að lengja daginn og hitatölur eru farnar að sjást á kortum landsins og er þá tilvalið að fjölmenna á fundinn. Spurning dagsins verður svo hvað brytinn uppfarti á diskinn. Verður það hátíð­armatur systra­kvöldsins eða spriklandi fiskur?

Ó, Guð! Þú sem ríkir í himnunum háu,
sem huggar þá föllnu, sem lyftir þeim smáu!
Ó, Guð! Þú, sem ljómar í sindrandi sólum
og sigur þinn birtir í mannanna jólum!
Vér krjúpum nú hér
og þökkum þér,
hin þunglyndu moldarbörn.
Í lifandi óði,
með logandi blóði,
vér lofum þig, — náð þína, hjálp og vörn.

Jóhannes úr Kötlum

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?