STARFIÐ HEFST AÐ NÝJU!

Kæru bræður.

Þar sem Heilbrigð­is­ráðu­neytið flokkar starf stúkna í Frímúr­ar­a­reglunni á Íslandi undir starfsemi sem sérstakt undan­þágu­ákvæði gildir um í reglugerð þess um sóttvarnir, samkvæmt bréfi þess dags. 26. febrúar s.l. þá hefur Viðbragð­steymi R. undir stjórn SMR tekið ákvörðun um að heimila fundahöld í Lands­stúkunni, Stúart­stúkunni á Akureyri og öllum starfs- og fræðslu­stúkum frá og með mánudeginum 15. mars n.k.

Bræður eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynn­ingum á heimasíðu R, þar sem öllum fundum verða gerð skil. Einnig munu bræður fá tilkynn­ingar í rafpóstum frá sínum stúkum.

Megin áhersla fundar­halda verður á kjörfundi, innsetn­ing­ar­fundi, fjárhags­stúkufundi og lokafundi.

Allir fundir fara fram með ströngum sóttvarn­ar­reglum sem kynntar verða við komu á fundina. Grímu­skylda er og krafist verður eins metra fjarlægðar hið minnsta, milli óskyldra aðila.

Forskráning verður á heima­síðunni inn á alla boðaða fundi og opnast forskráning viku fyrir fund (sé það mögulegt) og lokar kl. 14 á fundardag. Greiðsla fyrir málsverð fer fram við komu í hús.

Fjölda­tak­markanir verða því miður á alla fundi og ekki er unnt að bjóða upp á annað fyrir­komulag en að „fyrstur kemur fyrstur fær.“ Aðeins starfandi embætt­ismenn verða með frátekin sæti.

Eldri bræðrum og brr. með undir­liggjandi sjúkdóma eða aðra áhættu­þætti er ráðlagt að mæta ekki á fundi.

Þetta eru vonandi gleðileg tíðindi fyrir okkur alla, en það er mikilvægt að við förum sérstaklega varlega í öllum okkar störfum, gætum varúðar og sóttvarna.

Fyrir hönd viðbragð­steymis Reglunnar
Eiríkur Finnur Greipsson ER

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?