Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 7. nóvember Sjá nánar.

St.Jóh.st.Mímir – fyrsti fundur vetrar

Fjárhags­stúkufundur

Á mánudaginn var hittust Mímis­bræður til fundar á I° og er það fyrsti fundur í stúkunni síðan stúku­starf féll niður í vor. Eins og venja er í upphafi starfsárs var haldinn Fjárhags­stúka. Skráðir til fundar voru 53 bræður. Óhætt er að segja að fundarhöld hafi verið með óhefð­bundnu sniði sökum ástandsins sem nú varir.

Að loknum fundar­störfum var safnast saman til bræðra­mál­tíðar. Okkar ágæti matreiðslu­meistari sýndi það og sannaði að hann hefur engu gleymt. Stórfengleg steik og meðlæti sem útbúið var í nýupp­færðu eldhúsi Reglu­heim­il­isins í Reykjavík rann ljúflega niður og var ekki annað að heyra en að bræðurnir væru glaðir og ánægðir með veiting­arnar.

Þá þarf vart að taka fram að það er mikil gleði og ánægja með að geta tekið upp þráðinn og haldið fundar­starfinu á lofti. Bræður allir fagna því að geta komið saman og notið samveru­stundar, þó svo að takmarkanir og tilmæli setji sinn svip á funda­störf. Virðum við allt í hvívetna og vonumst til þess að ástandið fari batnandi og að brátt sjái fyrir endann á þeim ósköpum sem enn dynja yfir heims­byggðina.

Fyrir liggur að næsti fundur í stúkunni Mími verði ekki fyrr en mánudaginn 28.september n.k og verður hann á I°. Engir fundir á II°eða III° eru fyrir­hugaðir að svo komnu. Það kann þó að taka breyt­ingum í kjölfar tillaga yfirvalda. Eru bræður hvattir til þess að fylgjast grannt með á heimasíðu Reglunnar. Eins verða sendir út tölvu­póstar með nánari upplýs­ingum.

Þangað til hvetur St.Jóh.st.Mímir alla til þess að huga að sóttvörnum og hlúa vel að okkar minnsta bróður. Pössum heilsuna og hvert annað. Hittumst heilir.

Eldra efni

Sálin og samfélagið
Gamalt samtal
Fundur á I° hjá Mími

Innskráning

Hver er mín R.kt.?