St. Jóh. st. Iðunn – Fundarboð laugar­daginn 5. mars 2022 á Selfossi

Kæru bræður í St. Jóh. st. Iðunni,

Það er með ánægju að tilkynna að fundur í stúkunni okkar verður haldinn í stúkuhúsi St. Jóh. st. Röðuls á Selfossi, laugar­daginn 5. mars n.k. kl. 12:00. Röðuls­bræður hafa boðið okkur afnot af sínu glæsilega húsi og fyrir það erum við þakklátir.

Sól hækkar nú ört á lofti og Covid-19 virðist á hröðu undan­haldi. Það er því bjartara framundan, en verið hefur um langt skeið.

Það er sannarlega gleðiefni að við fáum að hittast í stúku­starfinu á ný og stunda hina Konunglegu íþrótt og njóta samvista hvers annars. Eflaust er það svo, að óþreyjan eftir því að taka upp starfið okkar á ný, er hin sama hjá okkur öllum.

Rétt er að minna á nokkur atriði, eins og nauðsyn skrán­ingar á fundinn, grímu­skyldu og hæfilega aðgát í samskiptum bræðranna með tilliti til sóttvarna. Við gætum að okkur hver og einn í þeim efnum og jafnframt að bræðrum okkar.

Vakin er athygli á því að fundinum er ætlað að standa í eina klukku­stund og í bróður­mál­tíðinni á eftir verður borin fram súpa, líkt og venjulega tíðkast.

Fundurinn verður með hefðbundnu sniði. Ræðumeistari, br. Arnar Hauksson, mun flytja okkur enn eitt af sínum fræðandi erindum. Honum hefur tekist að fanga athygli okkar með hverju erindi. Tónlist verður í hávegum höfð undir dyggri stjórn söngstjóra, br. Helga Braga­sonar, sem glatt hefur okkur á hverjum fundi.

Þeir sem hafa hug á því að fá far með ,,Iðunn­ar­rútunni“ eru beðnir um að tilkynna það með góðum fyrirvara, svo áætla megi fjöldann.

Skal það tilkynnt til:

Siðameistara., br. Tryggva M. Þórðar­sonar í síma 692-3672 eða tölvu­pósti tryggvi@tryggvi.org

Ritara, br. Hreins Vídalíns í síma 663-1978 eða tölvu­pósti vidalin78@hotmail.com

Einnig geta bræður sameinast í bíla.

Minnt er á að bræðrum er heimilt að mæta á fundinn í snyrti­legum svörtum jakka­fötum, hvítri skyrtu og með bindi, henti það betur en kjólfötin.

Fundir okkar í St. Jóh.st. Iðunni hafa ávallt verið fræðandi og jafnframt léttir og góðir.

Bræður eru hvattir til þess að mæta og taka þátt og njóta fundarins með okkur, með tilhlökkun og eftir­væntingu að fá að hitta ykkur sem flesta.

Með brl. kveðjum, 

Ólafur Helgi Kjart­ansson, Stólmeistari Iðunnar

Hreinn Vídalín, Ritari Iðunnar

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?