St. Jóh. st. Iðunn – Fjárhags­stúkufundur Akureyri laugar­daginn 02. október 2021

Ágætu br. í St. Jóh. st. Iðunni,

Stm. býður ykkur til fundar í Stúku­húsinu á Akureyri laugar­daginn 02. október næstkomandi kl 12:00. Um verður að ræða Fjárhags­stúkufund, sem verður einnig fyrsti fundur stúkunnar á starfs­árinu 2021-2022.

Vonir standa til þess að reglur um sóttvarnir komi ekki í veg fyrir að fundurinn verði haldinn líkt og raunin varð á nýliðnu starfsári.

Ætlunin er að efna til hópferðar norður til Akureyrar með hinni alþekktu Iðunn­arrútu þar sem hóflegt fargjald mun innheimt. Lagt verður af stað frá Frímúr­ara­húsinu í Reykjavík kl. 12:00, föstu­daginn 01. október næstkomandi.  Gist verður í tvær nætur á Icelandair hótelinu á Akureyri, en náðst hefur samkomulag við hótelið um afslátt á gisti­verði.

Kostnaður við gistingu í tveggja manna herbergi er kr. 13000 fyrir nóttina eða kr. 26000 fyrir báðar nætur – að sjálf­sögðu með morgunmat.  Sameig­in­legur þriggja rétta steik­ar­kvöld­verður verður á föstu­dags­kvöldinu og kostar hann kr. 6200.  Heild­ar­kostnaður miðað við þetta er kr. 32200.  Kjósi bræður að gista í eins manns herbergi kostar nóttin aukalega kr. 7000.

Það hefur verið venjan að halda Fjárhags­stúku utan Reykja­víkur, enda er starfs­svæði St. Jóh. st. Iðunnar allt Ísland.

Bræður mínir, þið eruð beðnir um að tilkynna þátttöku til ritara (663 1978) eða siðameistara (692 3672) stúkunnar hið allra fyrsta og eigi síðar en föstu­daginn 24. september ef mögulegt reynist.

Verið velkomnir til fundar bræður mínir og vænst er góðrar þáttöku.

Með brl. kveðjum, 

Ólafur Helgi Kjart­ansson, Stólmeistari Iðunnar

Hreinn Vídalín, Ritari Iðunnar

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?