St. Jóh. Snorri – Norður­ljósa­klúbburinn á Kefla­vík­ur­flug­velli 1948-2006

The Northren Lights Masonic Club

Rannsókn­ar­stúkan Snorri boðar til stúkufundar þriðju­daginn 5. mars, 2019 sem opinn er öllum bræðrum.  Fundurinn hefst kl 19.00 og fer fram í Stúku­húsinu í Reykja­nesbæ.  Á fundinn koma bræður í St.Jóh.st. Sindra í heimsókn.

Fyrir­lesari er br. Guðmundur R. Magnússon X°.

Br. Guðmundur Ragnar Magnússon  gekk í St. Jóhann­es­ar­stúkuna Mími árið 1991. Hann gengdi starfi vara Yngri stólvarðar í stúkunni  árin 1994 – 1997,  vara Eldri Stólvarðar 1997 – 1998, vara Siðameistara 1999 – 2005, Siðameistara 2005 – 2009 og Aðstoð­ar­meistara 2009 – 2012. Hann var kosinn Varameistari 2012 – 2016 og loks Stólmeistari árið 2016.

Br. Guðmundur er Stoðtækja­fræð­ingur Bs. frá Heilsu­há­skólanum í Jönköping í Svíþjóð frá 1984.  Hann hóf störf hjá Össuri h.f. 1977. Að loknu námi sem stoðtækja­fræð­ingur 1984 -1991  hóf hann störf sem eigandi og stoðtækja­fræð­ingur hjá Stoð h.f. í Hafnar­firði. Samhliða vinnu í Stoð hef br. Guðmundur verið í stjórn íþrótta­fé­lagsins Hauka  2003-2008 og komið að kennslu við sjúkra­þjálf­ara­deild Háskóla Íslands á hjálp­ar­tækja­sviði, spelkur og gervilimir.

The Northren Lights Masonic Club (NLMC) var stofnaður á Kefla­vík­ur­flug­velli 6. október árið 1949, af tuttugu Frímúr­ara­bræðrum bæði Íslend­ingum og Banda­ríkja­mönnum. Fyrsti forseti klúbbsins var Donald C. Romig.

▇  Markmið Rannsókna­stúk­unnar Snorra er að að gangast fyrir rannsóknum, skrifum, fyrir­lestrum og umræðum um fræði, sögu, starfsemi og markmið Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi og málefni þessu tengd.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?