Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

Sögulegur upptökufundur á I°

19. október 2021

Þann 19. október var fyrsti upptökufundur vetrarins hjá Fjölni á I°. Fundurinn var um margt sögulegur. Sá ókunni leitandi sem kallaður var til upptöku hafði beðið þessarar stundar óvenju lengi og víst er að fundurinn mun aldrei úr minni hans líða. Jafnframt var fundurinn fyrsti og síðasti (vonandi) upptökufundur Fjölnis á I° þar sem grímu­skylda var viðhöfð. Þegar fram líða stundir munu fundarmenn eflaust minnast þess.

Sem fyrr einkenndist fundurinn af djúpum boðskap og fallegum söng. Jafnframt settu góðir gestir svip sinn á fundinn. Þá náði fræðslu­er­indið óskiptri athygli fundar­manna, enda umfjöll­un­arefni þess „kalt sem stál“.

Maturinn eftir fund mæltist vel fyrir, ljúffengt sjávarfang sem rann vel niður með drykkjum kvöldsins og mörg tilefni voru til að skála.

Bræður, verum duglegir að stunda starfið í vetur og iðka dyggðir frímúrara. Hvetjum jafnframt aðra bræður til þess sama.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?