Sögulegt ágrip yfir Sænska Reglu­kerfið

Ágripið er á ensku og öllum aðgengilegt

Nú er að finna á vef Frímúr­ar­a­regl­unnar stutt sögulegt ágrip um Sænska Reglu­kerfið á Norður­löndum. Þetta yfirlit er unnið af þeim Reglum sem starfa innan þess og er m. a. ætlað ensku­mælandi einstak­lingum sem vilja kynna sér kerfið óháð því hvort viðkomandi sé frímúrari eða ekki. En þetta er einnig ætlað öllum frímúrurum sem vilja hafa gott yfirlit yfir Sænska Reglu­kerfið og með hvaða hætti það tengir saman Reglurnar.

Mælt er með því að íslenskir frímúr­arabrr. bendi erlendum aðilum á þetta ágrip ef óskað er eftir upplýs­ingum um Sænska Reglu­kerfið. Hægt er að senda slóðina:

https://frimur­ar­a­reglan.is/reglan/hvad-er-frimur­ar­a­reglan/saenska-kerfid/

í tölvu­pósti til að kalla fram síðuna. Þá má einnig finna síðuna með því að velja Languages neðarlega í hægri dálki á forsíðunni og velja English. Einnig er hægt að smella á tengilinn Reglan á forsíðu vefsins hægra megin og í framhaldi á Hvað er Frímúr­ar­a­reglan?

Neðst er síðu ágripsins er tengill sem hægt er að smella á  til að kalla fram skjal sem hægt er að prenta út, sé þess óskað.

 

Aðrar fréttir

Jólafundur Mímis
Jólatrésskemmtun Hamars
Myndir frá vinafundi Fjölnis
Myndir frá vinafundi Fjölnis

Innskráning

Hver er mín R.kt.?