Sögulegt ágrip yfir Sænska Reglu­kerfið

Ágripið er á ensku og öllum aðgengilegt

Nú er að finna á vef Frímúr­ar­a­regl­unnar stutt sögulegt ágrip um Sænska Reglu­kerfið á Norður­löndum. Þetta yfirlit er unnið af þeim Reglum sem starfa innan þess og er m. a. ætlað ensku­mælandi einstak­lingum sem vilja kynna sér kerfið óháð því hvort viðkomandi sé frímúrari eða ekki. En þetta er einnig ætlað öllum frímúrurum sem vilja hafa gott yfirlit yfir Sænska Reglu­kerfið og með hvaða hætti það tengir saman Reglurnar.

Mælt er með því að íslenskir frímúr­arabrr. bendi erlendum aðilum á þetta ágrip ef óskað er eftir upplýs­ingum um Sænska Reglu­kerfið. Hægt er að senda slóðina:

https://frimur­ar­a­reglan.is/reglan/hvad-er-frimur­ar­a­reglan/saenska-kerfid/

í tölvu­pósti til að kalla fram síðuna. Þá má einnig finna síðuna með því að velja Languages neðarlega í hægri dálki á forsíðunni og velja English. Einnig er hægt að smella á tengilinn Reglan á forsíðu vefsins hægra megin og í framhaldi á Hvað er Frímúr­ar­a­reglan?

Neðst er síðu ágripsins er tengill sem hægt er að smella á  til að kalla fram skjal sem hægt er að prenta út, sé þess óskað.

 

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?