Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Ský villazt fyrir mánann

Ský villazt fyrir mánann. Hann lýsir upp borgir, fjöll og firnindi þeirra. Borgir sem hrynja jafnótt og þær rísa, fjöll verða að tröllum. Mánaljós.

Það er nótt.

Ljós hans skín á jötu í landinu helga. Við hana standa einfaldir hirðar.

Fæðing frels­arans. Hann frelsar okkur með miskunn og kærleika. Miskunn, sem er eilífð, sem er himnesk í barmi engla, sem er djúptæk því hún fyrir­gefur, sem er einföld eins og hirðarnir, en flókin því illskan ræðst úr leyni á kærleikann.

Í jólahug­vekju Sr. Magnúsar Björns Björns­sonar, sem er að finna á heimasíðu Fjölnis, ferðumst við með br. okkar til lítils hellis­skúta á Betlehem­svöllum. Til fæðing­ar­staðar kærleikans, caritas.

Í anda jólanna, í anda kærleikans, caritate, og bræðraþels leið stundin í stúkunni skjótt.

Það var gengið til borðs.

Kræsingar biðu brr.: Hangikjöt, sígildar velsoðnar grænar Ora baunir, rauðkál og kartöflur í sósu. Grjón­argraut­urinn var borðaður af þvílíkri lyst að ætla hefði mátt að brr. hefðu verið að leita einhvers í honum: möndl­urnar voru tvær í þetta sinn. Þeim virðist fara fjölgandi.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?