Skráning er hafin á systra­kvöld hjá Stt. í Reykjavík

Fjögur systra­kvöld í Reykjavík

St. Jóh. stúkurnar í Reykjavík, ásamt St. Jóh. Sindra hafa opnað fyrir rafræna skráningu á systra­kvöld sín, sem verða haldin í febrúar næstkomandi.

Eins og venja er, sameina Stt. krafta sína og halda tvær og tvær saman hvert kvöld. Sú breyting er þó gerð í ár, í tilefni af 100 ára afmæli St. Jóh. Eddu, að Eddubrr. munu halda einir sitt kvöld. St. Jóh. Sindri mun því njóta kvöld­stund­ar­innar með St. Jóh. Lilju.

Hér að neðan má sjá dagsetn­ingar hvers kvölds. Hægt er að smella á hvert kvöld til að fá nánari upplýs­ingar um það og til að tryggja sér miða á sitt kvöld.

Gimli & Glitnir — 2. febrúar
Mímir & Fjölnir — 9. febrúar
Lilja & Sindri — 16. febrúar
Edda — 23. febrúar

Við hvetjum brr. sem eru að skrá sig á systra­kvöldið, að skrá sig fyrst inn á innri vefinn. Við það fyllir vefurinn sjálf­krafa út allar helstu upplýs­ingar um þann innskráða, sem bæði flýtir fyrir skráningu og minnkar líkur á villum. 

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?