Skráning á fundi í Lands­stúkunni

Vegna þeirra fjarlægð­ar­tak­markana sem í gildi eru hverju sinni vegna COVID ástandsins er nauðsynlegt að vera með forskrán­ingar á fundi Lands­stúk­unnar og e.a. annarra stúkna einnig. Upplýs­ingar um einstakar stúkur og skrán­ingar á fundi þeirra er að finna hér á síðunni, m.a. undir heimasíðu viðkomandi stúkna. Einnig er samantekt á upplýs­ingum sem varða starfið undir rauða borðanum hér efst á síðunni.

Bræður eru því vinsam­legast beðnir um að fylgjast vel með slíkum skrán­ingum sem birtast m.a. hér neðst til vinstri á síðunni undir „Skrán­ingar.“

Athugið að starfandi embætt­ismenn funda Lands­stúk­unnar, hverju sinni, þurfa ekki að fara í gegnum forskrán­inguna þar sem gert er ráð fyrir þeim á fundum, sem og stigtak­endum og fylgd­ar­mönnum.

Stjórn­stofa/St.Sm.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?