Vegna þeirra fjarlægðartakmarkana sem í gildi eru hverju sinni vegna COVID ástandsins er nauðsynlegt að vera með forskráningar á fundi Landsstúkunnar og e.a. annarra stúkna einnig. Upplýsingar um einstakar stúkur og skráningar á fundi þeirra er að finna hér á síðunni, m.a. undir heimasíðu viðkomandi stúkna. Einnig er samantekt á upplýsingum sem varða starfið undir rauða borðanum hér efst á síðunni.
Bræður eru því vinsamlegast beðnir um að fylgjast vel með slíkum skráningum sem birtast m.a. hér neðst til vinstri á síðunni undir „Skráningar.“
Athugið að starfandi embættismenn funda Landsstúkunnar, hverju sinni, þurfa ekki að fara í gegnum forskráninguna þar sem gert er ráð fyrir þeim á fundum, sem og stigtakendum og fylgdarmönnum.
Stjórnstofa/St.Sm.