Skotland kallar

Edinborg 2.–5. nóvember 2017

Sú hefð hefur skapast hjá Glitn­is­bræðrum og systrum að annað hvert ár hafa verið skipu­lagðar ferðir erlendis til þess að kynnast viðkomandi landi og þjóð, svo og frímúr­ara­starfi erlendis. Ferðirnar eru orðnar all nokkrar, en fyrir tveimur árum var ferðinni heitið til Rómar og þar áður til Washington. Um 60–100 bræður og systur hafa verið að fara í þessar ferðir, enda almenn ánægja með þær.

Í ár er ferðinni heitið til Edinborgar í Skotlandi. Verið er að ganga frá nákvæmri ferða tilhögun, en stefnt er að því að fara í byrjun nóvember mánaðar.

 

Edinborg, Skotlandi

Eins og Túristi.is segir, þá er höfuðborg Skota falleg, skemmtileg og frekar ódýr. Hún er kjörinn áfanga­staður fyrir þá sem vilja komast í stutta borgarferð því þar er margt að sjá, vegalengd­irnar stuttar og búðirnir fínar og nóg af skemmti­legum börum, kaffi­húsum og veitinga­stöðum. Skotar eru líka sérstaklega skemmti­legir og kannski styttist í að þeir verði frændur okkar því marga dreymir um að landið verði sjálf­stætt og í framhaldinu er víst planið að sækja um aðild að Norður­landaráði.

Edinborg var nýlega valinn áfanga­staður ársins í Evrópu og var það ekki síst verðlagið sem hittií mark hjá dómnefndinni.

Verið er að setja upp skemmtilega og fræðandi dagskrá, en farið verður á Frímúr­ar­afund svo og verður Rosslyn Kapellan heimsótt, en margir þekkja hana og meint tengsl hennar við Frímúrara fyrr og síðar. Fjölmargar goðsagnir hafa fylgt kirkjunni, nú síðast vegna skáld­sög­unnar Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown.

Hæsta hlutfall rauðhæðra einstak­linga er að finna í Skotlandi, eða í kringum 13% og í kringum 40% skota bera „rauðhærða genið“.

Dagsetn­ingar

Brottför 2. nóvember — KEF/GLA — kl. 07:35 (lent kl. 09:40)

Heimkoma 5. nóvember — GLA/KEF — kl. 13:20 (lent kl. 15:40)

Gist verður á The Roxburghe Hotel, sem er gæða hótel í hjarta borgar­innar.

 

Whiský er gjöf skota til heimsins. Á staðbundinni keltnesku þýðir orðið viskí, lífsins vatn „water of life“.

Verð og pantanir

Þar sem nokkur flugfélög fljúga til Glasgow og Edinborgar býðst Glitn­is­bræðrum tveir möguleikar, annars vegar að kaupa flug og landpakka í gegnum ferðanefndina, eða að kaupa flugið sjálfir og landpakkann í gegnum ferðanefndina.

Flug og hótel í 3 nætur verður um kr. 80.000, miðað við tvo í herbergi.
(miðast við gengi 12. mars)

Áhuga­samir eru vinsam­legast beðnir um að láta ferðanefndina vita sem fyrst.

Jóhann Gísli Jóhannsson
jgj.ice@gmail.com / 863 9014

Einar Jón Einarsson
eje@scandi­navi­an­hearing.is / 866 8500

Halldór Nikulás
hnl@simnet.is / 897 3646

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?