Skjöldur Bents Scheving Thorsteins­sonar færður Reglunni að gjöf

Afhentur 25. apríl 2019

Skjöldur Bents Scheving Thorsteins­sonar

Að loknum fundi í Lands­stúkunni 25. apríl afhenti Gunnar Scheving Thorsteinsson Reglunni skjöld að gjöf sem faðir hans Bent Scheving Thorsteinsson lét mála í Danmörku. Bent Scheving lést áður en hann náði að gefa Reglunni skjöldinn. Gunnar sonur Bents tók við skildinum eftir andlát föður síns og afhendi hann Kristjáni Þórðarsyni IVR sem tekur við honum f.h. Reglunnar. Eftir bestu vitund (JBJ) er skjöldur þessi málaður eftir skildi Præbendekapitulans frá 1948.

Varðandi tilurð og sögu skjald­arins vitna ég í bréf sem Bent Scheving ritaði sjálfur um skjöldinn þegar til stóð að hann afhendi skjöldinn, en þar segir hann;

“Bræður mínir,  í kvöld veitist mér sú gleði að afhenda Reglu vorri skjöld þann er ég lét gera eftir fyrirmynd er finna má á Minja­safni Reglunnar í Kaupmannahöfn. Skjöldur þessi er skjöldur Stúartlogen Orient Reykjavík og ber með sér að hér er um aldanska stúku að ræða, svo sem allar stúkur á Íslandi í upphafi. Stúka þessi var stofnuð 1934 og nefndist Commendehuset Island og stjórn­andinn nefndist Stór Príor og var að sjálf­sögðu Ludvig Emil Kaaber er stjórnaði henni allt til 1940”

Síðar í bréfinu segir;

“Að lokum er þess að geta að skjöld þennan gef ég til minningar um föður minn Þorstein Scheving Thorsteinsson er bar virðu­legan titil Stór Príor 1942 til 1944. Sá sem tók við af honum 1944, Sveinn Björnsson forseti”

Í lok bréfsins segir;

“Ósk mín og fyrir­ætlun er með aðstoð allra bræðra að safna saman öllum munum og sýna minningu þeirra þá virðingu, sem þeim vissulega ber þó fyrr hefði verið.  Ég hef lokið máli mínu og óska þess að mega nálgast Stórmeistara Reglu vorrar og afhenda honum gjafabréf með þessum orðum mínum til staðfest­ingar”

Þess má geta að Jón Birgir Jónsson R&K hefur unnið ýtarlega samantekt varðandi störf Þorsteins Scheving Thorsteins­sonar í þágu Reglunar og mun sú samantekt verða bræðrum aðgengileg síðar.

Kristján Þórðarson IVR tók við skildinum f.h. Reglunnar úr hendi Gunnars Scheving Thorsteins-
sonar.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?