Skin eða skúrir, stormur eða logn

Hiti eða kuldi – grunnstef kvöldsins

冬蜂の 死にどころなく 歩きけり

Býfluga vetrar

Engan stað til að deyja

Gengur leið sína

(Japanskt haiku eftir Murakami Kijo, 1865 – 1938, eigin þýðing)

Vatns­elgur dag eftir dag – eftir dag. Skömm­ustuleg skín sólin á okkur brr fyrir fund. Hverfur síðan með okkur í annan heim. Dagurinn verður nóttinni að bráð. Við skellum hurðum í lás. Sólin gengur til náða.

Þéttskipaðir bekkir. Í austrinu hljóma tónar, sem bergmála og við njótum þeirra, hver og einn með sínum hætti. Einn fremur en aðrir leitar að stefi, takti, laglínu. Leitandi þessi reynist vera býsna tónviss.

Fyrir utan lemur grenjandi storm­urinn heimilið. Kaldrana­legur norðan­vindur minnir á árstíðina. Minnir okkur á hverf­ul­leika búsetu okkar á þessari harðbýlu eyju. Skin eða skúrir, stormur eða logn, hiti eða kuldi – grunnstef kvöldsins.

Á borðum beið nytja­fiskur af vatnaflekkaætt, áður af þorskaætt, sem hann sagði sig reyndar úr, þegar hann sá ofveiði og kvóta­kerfi ógna lífi og uggum hökuskeggjaðra ættingja. Það voru soðnar kartöflur með.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?