Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Skíma vonar

Fjöln­is­bæður funda á III°

Þegar veturinn ríkir, grúfir myrkrið yfir. Allra veðra er von. Gróður leggst í dvala. Dýr og menn leita skjóls.

Einmitt þá kviknar vonin um betri tíð; þegar snjóa muni leysa, dagana lengja og blómin springa út. 

Á þriðju­daginn 14. jan. nk.  verður fyrsti III° fundur stúkunnar Fjölnis á nýju ári, þar sem brr. njóta hlýju kerta­ljósa í húmi hins nýja árs. Í glætunni má eygja vonina um betra líf.

Að fundi loknum, verður sest til borðs að njóta matar og veiga, ásamt borðræðum, spjalli, söng og kaffi.  Brr. eru hvattir að mæta og fagna því að sólin er tekin að hækka á lofti.

Hér að neðan syngur Paul McCartney um vonina að frelsast frá myrkrinu sem umlykur okkur.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?