Skildir forseta vorra í norrænum riddar­a­reglum

Fyrir­lestur laugar­daginn 21. janúar

Skjald­ar­merki Kristjáns Eldjárn sem riddara af Serafimorðunni.

Skjala­vörður Reglunnar og formaður Skjalda­merkja­félags Íslands, Halldór Baldursson, fjallar um skjald­ar­merki forseta Íslands í Bragakaffi, laugar­daginn 21. janúar, kl. 11:30.

Á norræna skjald­fræði­þinginu árið 2007 hélt Vigdís Finnboga­dóttir fyrrum forseti Íslands erindi um skjald­ar­merki forseta Íslands sem riddara af dönsku Fílsorðunni og sænsku Serafimorðunni.

Skjald­ar­merki Sveins Björns­sonar sem stórkrossriddara af Danne­brogs­orðunni.

Árið 2016 birti Vigdís ásamt Halldóri Baldurssyni grein í tímaritinu Heraldisk Tidsskrift með titlinum ,,Islandske præsi­denters våben i nordiske ridder-ordener“.

Greinin var að hluta byggð á áðurnefndum fyrir­lestri Vigdísar. Hér verður fjallað um skjald­ar­merki og kjörorð fyrstu fimm forseta lýðveld­isins.

Fyrir­lest­urinn er opinn bræðrum á öllum stigum.

Bragakaffi opnar að venju frá kl 10:00

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?