Jens, skær bare tynde skiver . .

. . så har vi noget tilbage i morgen

Það var br. okkar Leifur Franzson sem flutti þriðja fræðslu­er­indið um dyggðir frímúrara þar sem hann fjallaði um hófsemina. Hann lét þess getið í upphafi að styttri útgáfan af þessum fyrir­lestri væri í raun það sem Danir segðu gjarnan: Jens, skerðu bara þunnar sneiðar,  þá eigum við í matinn á morgun. Gott væri að hafa í huga að una glaður við sitt og gæta hófsemi í lífinu. Erindið var flutt með gaman­sömum hætti, en undir­tónninn var alvar­legur.

Bræður létu sig ekki vanta þennan sunndags­morgun og Bræðra­stofan fullsetin eins og verið hefur á fyrri erindum. Það er ljóst að bræður kunna að meta þá nálgun sem fyrir­les­ar­arnir leggja upp með, hver með sínum hætti.

Í framhaldi af fyrir­lestrinum var fylgt hefðbundinni dagskrá. Bræður fóru í Bókasafnið og lásu sér til ánægju og upprifjunar. Síðan fengu menn sér kaffisopa í Bræðra­stofu og að lokum voru óform­legar umræður í Bókasafninu. Bróðir Leifur var til staðar og svaraði ýmsum spurn­ingum og hugleið­ingum sem til urðu í framhaldi af hans fyrir­lestri. Og ýmsar sögur voru sagðar sem menn mundu eftir og hæfði efninu. Og allir áttu einstaklega ánægjulega stund.

Og nú fer að líða að lokum þessa fræðslu­er­inda­flokks. Bróðir okkar Þórarinn Þórar­insson flytur lokaer­indið sunnu­daginn 24. mars og fjallar um miskunn­semina. Erindi sem mun án efa kalla á að bræður fjölmenni, hlusti og njóti og ljúki með því einstaklega vel heppnuðum fræðslu­er­inda­flutningi.

Allir brr. velkomnir í Bræðra­stofuna þennan dag.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?