Sjálf­virkar útfyll­ingar á skrán­ingum

Eykur þægindi og öryggi

Skrán­ingar á ýmsum viðburðum hjá stúkunum eru nú að mestu framkvæmdar á vef Reglunnar. Vandinn við þessar skrán­ingar eru að þær hafa til þessa verið handvirkar. Þ. e. bræður þurfa að fylla út öll svæðin sjálfir. Fyrir bragðið slæðast stundum inn innslátt­ar­villur sem gera þeim bræðrum erfitt fyrir sem sjá um utanumhald vegna slíkra skráninga. Nú gerast þessar skrán­ingar sjálf­krafa eftir að bræður hafa skráð sig inn á innri vefinn. Það eina sem þarf að gera í framhaldi er bæta við auka upplýs­ingum varðandi t. d. mat og drykk.

Ritnefnd vefsins hvetur bræður í öllum stúkum eindregið til að nýta sér þessa þjónustu. Annað­hvort með innskráningu eða nýskráningu hafi hún ekki verið framkvæmd. Með því eru tvær flugur slegnar í einu höggi. Innskráning léttir verulega starf þeirra bræðra sem sjá um skrán­ingar fyrir viðkomandi stúku og svo ekki síður hitt að innskráðir bræður þurfa nú ekki að fylla út skrán­ingar handvirkt og geta líka nálgast alls kyns upplýs­ingar á innri vefnum sem erfitt hefur verið að fá í gegnum tíðina.

Rétt er að benda brr. á að lesa vel yfir allar upplýs­ing­arnar sem fara inn sjálf­krafa. Og ef það skyldi gerast að eitthvað sé vitlaust skráð þar … að hafa endilega beint samband við R. sinnar St.Jóh. stúku til að leiðrétta það í kerfinu.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?