Nýlega hefur komið fram sú hugmynd að Reglan bjóði fram aðstöðu í Regluheimilinu til þess að frímúrarabræður geti haldið þar sjálfshjálparfundi í anda AA-samtakanna. Lítill hópur bræðra vinnur nú að því að koma hugmyndinni í framkvæmd.
Fyrsta skrefið verður að halda almennan kynningarfund í Regluheimilinu í Reykjavík laugardaginn 27. febrúar kl. 11:00 fyrir þá bræður sem áhuga hafa á þátttöku. Gert er ráð fyrir að þá verði leitað til bræðra sem hafa áhuga á að annast og taka þátt í þessari starfsemi. Stólmeistarar stúknanna hafa þegar verið beðnir um að vekja athygli á þessu, en nánari upplýsingar verða settar inn á innri vef Reglunnar. Fyrirspurnir má senda á netfangið: johannhj@frmr.is