Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Sigur píslar­vætt­isins

Fjöln­is­bræður fagna lífinu í upphafi árs

Á þriðju­daginn 14. janúar sl. áttu um 30 Fjöln­isbrr. einstaklega ánægju­legan fund á III gr. þegar einn meðbróðir hlaut frömum til meistara. 

Samhliða magnþrungnu efni fundarins var hlýtt á fagra orgel­tónlist. 

Að fundi loknum var sest til borðs yfir ljúffengum þorski í raspi á hrísgrjóna- og grænmetis beði með sinnepssósu. Br. Magnús Björn Björnsson talaði af hlýju og innsæi um reynslu hins nýja meistara, sem einnig hreif bræðurnar. Kvöldinu lauk með skemmtilegu spjalli yfir kaffi og te. Eftir þessa ánægjulegu stund hurfu brr. á braut út í fallegt vetrar­kvöldið endur­nærðir á hjarta og sál.

Hið mikla tónverk J.S. Bach um ástríðu heilags Matteusar, fjallar um pislar­vætti Krists, sem var aðdragandi að hans sætasta sigri og mesta framlagi til mannkynsins, endurrisunin.

Næsti fundur í stúkunni okkar verður 21. janúar á I gr. Bræður er hvattir að missa ekki af þessum kærleiksríka fundi, en um H&V fund er að ræða af tilefni 33 ára afmæli stúkunnar.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?