Síðastu upptökufundur ársins og Aðventan

Það hallar í Aðventu

Næsti fundur í stúkunni okkar Fjölni verður á Meist­ara­stigi n.k. þriðjudag og er hann síðasti III° fundur ársins 2019 og um leið síðasti upptökufundur á árinu.

St. Jóhann­es­ar­stúkufundir á Meist­ara­stigi hafa verið vel sóttir hjá okkur í ár og gaman yrði sjá sem flesta brr. á þessum fundi.

Nú fer að halla að Aðventu sem byrjar sunnu­daginn 1. desember sem við munum ramma inn með Aðventukaffi sama dag kl. 1500. Ekki er seinna vænna að stilla orku okkar og annarra fyrir Hátíð­arnar með dulmögnuðum upptökufundi á III°, af nógu öðru er að taka sem glepur sýn. Herðum upp huga, svo hann megi duga og þá verður allt skyndilega svo skýrt og litfagurt. Litur aðvent­unnar er fjólublár, litur iðrun­ar­innar. Fjólublár er samsettur af bláum lit sem er tákn trúmennsku og sannleika, svörtum lit sem er litur sorgar og svo rauðum sem er litur kærleikans.

Hvetjum við Fjöln­isbrr. að fjölmenna og taka vel á móti nýjum meistara og br.

Og fyrir þá brr. sem það ekki vita þá er heiti aðventu­kertanna í þessari röð;

Fyrsta kerti aðventukr­ansins heitir Spádómskertið,

annað kertið heitir Betli­heimskertið,

þriðja Hirða­kertið

og fjórða Engla­kertið.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?