Síðasti upptökufundur ársins

Senn líður að jólum og nýir tónar hljóma allt í kringum okkur

Söngur í upphafi hvers starfsárs gefur okkur þá tóna, sem við göngum í takt við unz leiðir okkar skilja á vordögum.

Senn líður að jólum og nýir tónar hljóma allt í kringum okkur. Nýir, en þó alltaf jafn gamlir, því grunn­stefið breytizt ekki í tímanna rás. Það er stefið, sem er boðberi hátíðar friðs og kærleika. Það er stef okkar brr.

Annað kvöld, þriðju­dags­kvöldið 20. nóvember, bætizt í hóp okkar nýr ungbróðir á síðasta I° fundi þessa árs. Við fögnum honum með því að fjölmenna á fundinn og kveða við raust kvæði okkar.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?