Sérhver hindrun býður upp á tækifæri

Það var einu sinni mjög auðugur og forvitinn konungur. Konungur þessi lét setja risastóran stein á miðjan veginn sem lá að borgar­mörkunum. Hann faldi sig svo í nágrenni við steininn til að sjá hvort einhver myndi reyna að fjarlægja þennan risa stóra stein af veginum.

Fyrstu mennirnir sem komu að voru nokkrir af ríkustu kaupmönnum og féhirðir konungs.

 Í stað þess að eiga við stóra steininn, gengu þeir einfaldlega framhjá honum. Nokkrir löstuðu konung um að halda veginum ekki opnum. Enginn þeirra reyndi þó að færa grjótið.

 Loks kom bóndi nokkur að, með fullar hendur af grænmeti. Þegar hann kom nálægt risa steininum, lagði hann frá sér byrðar sínar og reyndi að færa steininn út í vegkantinn. Það tók mikið átak að færa hann, en að lokum tókst honum verk sitt.

 Bóndinn tók saman byrðar sínar á ný og var tilbúinn að halda leið sinni áfram, þegar hann sér tösku liggjandi á veginum. Taska þessi var á þeim stað þar sem stóri steinninn var, áður en hann hafði fært steininn út í vegkant.

 Bóndinn lagði frá sér byrðar sínar á ný, tók töskuna og opnaði hana. Bóndinn sá að hún var full af gullpen­ingum og miða. Miðinn þessi var frá konungi, þar stóð að þessi taska var umbun fyrir að færi grjótið af veginum.

 Konung­urinn sýndi bóndanum það sem margir okkar skiljum aldrei:

 Sérhver hindrun býður upp á tækifæri til að bæta ástand okkar.

Erling Adólf Ágústsson

Eldra efni

Golfmót Fjölnis 2022
Því er lokið
Líður að lokum
Vorferð Fjölnis

Innskráning

Hver er mín R.kt.?