Senn koma jólin

Jólafundur Fjölnis 14. desember

Jólafundur Fjölnis verður haldinn þriðju­daginn 14. desember og verður það vafalaust fjölmörgum bræðrum kærkomin samveru­stund nú á aðventunni. Gefst þar gullið tækifæri til að fínpússa hátíð­ar­skapið, leiða hugann að boðskap jólanna og gera að því leyti klárt fyrir helgar tíðir. 

Forskráning og hraðpróf fyrir fund

Sem fyrr er nauðsynlegt að forskrá sig á fundinn og eru allir bræður sem hug hafa á að mæta hvattir til að gera það sem fyrst, en forskráning er hafin á forsíðu vefsins.

Athugið að embætt­ismenn á fundinum skulu EKKI forskrá sig.

Öllum brr. sem mæta á fundinn ber að vera með neikvæða niður­stöðu úr hraðprófi og sýna það við komu í húsið.  Strangar reglur eru um að brr. sem ekki geta sýnt neikvæða niður­stöðu hraðprófs er ekki heimil innganga í húsið í fundi af þessari stærð­ar­gráðu.

Niður­staðan þarf að vera innan 48 tíma gömul og við hvetjum því alla brr. að nýta mánudaginn, eða þriðju­dags­morgun, til að fara í hraðpróf. Þau eru ókeypis og hægt að fara í þau á fjölda staða. Nánari upplýs­ingar um hraðprófin má finna hér.

Eldra efni

Golfmót Fjölnis 2022
Því er lokið
Líður að lokum
Vorferð Fjölnis

Innskráning

Hver er mín R.kt.?