Stólmeistarar stúknanna Eddu og Lilju hafa fundað vegna sameiginlegs viðburðar okkar sem við höfum nefnt Samvera með systrum og átti að fara fram skv. dagskrá þann 10. desember n.k.
Við erum sammála um að vegna þeirra fjöldatakmarkanna (50) sem krafist er sé hvorki grundvöllur né stemmning í stúkunum til að halda þessháttar samkomu. Það er einnig sameiginlega skoðun okkar að það sé ekki áhættunnar virði að halda slíka samkomu rétt fyrir jól eins og staðan er á faraldrinum í dag og því höfum við ákveðið að fella þennan viðburð niður þetta árið.
Með bróðurlegum kveðjum.
Eiríkur Hreinn Helgason, Stm
Árni Esra Einarsson, Stm