Samvera með systrunum á aðventunni fellur niður

Stólmeistarar stúknanna Eddu og Lilju hafa fundað vegna sameig­inlegs viðburðar okkar sem við höfum nefnt Samvera með systrum og átti að fara fram skv. dagskrá þann 10. desember n.k.
 
Við erum sammála um að vegna þeirra fjölda­tak­markanna (50) sem krafist er sé hvorki grund­völlur né stemmning í stúkunum til að halda þessháttar samkomu. Það er einnig sameig­inlega skoðun okkar að það sé ekki áhætt­unnar virði að halda slíka samkomu rétt fyrir jól eins og staðan er á faraldrinum í dag og því höfum við ákveðið að fella þennan viðburð niður þetta árið.
 
Með bróður­legum kveðjum.
Eiríkur Hreinn Helgason, Stm
Árni Esra Einarsson, Stm

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?