Samvera með systrum St. Fjölnis

3. desember 2021

Næstkomandi föstu­dags­kvöld, þann 3. desember, er komið að fallegri stund sem við ætlum að njóta með systrum.

Ekki er hefðbundin forskráning á kvöldið, heldur hafa Fjöln­isbrr. fengið sendan tölvupóst með upplýs­ingum um hvernig þeir skrá sig á samveruna.

Húsið opnar klukkan 19:00 og verður hátíðleg og skemmtileg dagskrá í boði, ásamt ljúffengum mat. Greitt er fyrir mat og drykk við komu á samveruna.

Matseðill
Pörusteik skorin við borðið
Kalkúna­bringa skorin við borðið
Tilheyrandi meðlæti

Trifle í eftirrétt

Br. skulu klæðast jakka­fötum og bera hálstau (bindi eða slaufa) og systur kvöld­fatnaði til samræmis við það.

Hraðpróf og forskráning

Eins og kemur fram hér að ofan hafa Fjöln­isbrr. fengið póst frá St. um skráningu á fundinn, en í stað forskrán­ingar á vef R. verður notast við staðfestingu um mætingu í gegnum tölvu­póstinn.
Athugið að frestur til að skrá sig er til hádegis, miðviku­daginn 1. des.

ATH.
Brr. sem ekki fengu tölvu­pósti, þurfa að breyta skráningu eða hafa almennt spurn­ingar geta haft samband við Sm. Fjölnis í síma 699 0090 eða með tölvu­pósti.

Allir sem koma, brr. og systur, þurfa að fara í hraðpróf, hafa fengið neikvætt svar úr því fyrir samveru­stundina og sýna það við komu. Niður­staðan má ekki vera eldri en 48 klukkutíma gömul.
Hraðprófin eru ókeypis og fljótleg.
Hér má nálgast upplýs­ingar um hraðpróf og skrá sig í þau.

Við vonum að Fjölnis brr. fjölmenni með systurnar, til að gera kvöldið ógleym­anlegt.

Eldra efni

Golfmót Fjölnis 2022
Því er lokið
Líður að lokum
Vorferð Fjölnis

Innskráning

Hver er mín R.kt.?