Næstkomandi föstudagskvöld, þann 3. desember, er komið að fallegri stund sem við ætlum að njóta með systrum.
Ekki er hefðbundin forskráning á kvöldið, heldur hafa Fjölnisbrr. fengið sendan tölvupóst með upplýsingum um hvernig þeir skrá sig á samveruna.
Húsið opnar klukkan 19:00 og verður hátíðleg og skemmtileg dagskrá í boði, ásamt ljúffengum mat. Greitt er fyrir mat og drykk við komu á samveruna.
Matseðill
Pörusteik skorin við borðið
Kalkúnabringa skorin við borðið
Tilheyrandi meðlæti
Trifle í eftirrétt
Br. skulu klæðast jakkafötum og bera hálstau (bindi eða slaufa) og systur kvöldfatnaði til samræmis við það.
Hraðpróf og forskráning
Eins og kemur fram hér að ofan hafa Fjölnisbrr. fengið póst frá St. um skráningu á fundinn, en í stað forskráningar á vef R. verður notast við staðfestingu um mætingu í gegnum tölvupóstinn.
Athugið að frestur til að skrá sig er til hádegis, miðvikudaginn 1. des.
ATH.
Brr. sem ekki fengu tölvupósti, þurfa að breyta skráningu eða hafa almennt spurningar geta haft samband við Sm. Fjölnis í síma 699 0090 eða með tölvupósti.
Allir sem koma, brr. og systur, þurfa að fara í hraðpróf, hafa fengið neikvætt svar úr því fyrir samverustundina og sýna það við komu. Niðurstaðan má ekki vera eldri en 48 klukkutíma gömul.
Hraðprófin eru ókeypis og fljótleg.
Hér má nálgast upplýsingar um hraðpróf og skrá sig í þau.
Við vonum að Fjölnis brr. fjölmenni með systurnar, til að gera kvöldið ógleymanlegt.