Samtaka­máttur bræðra í Ljósatröð.

Frá stólmeisturum Hamars og Njarðar.

Samtaka­máttur bræðra er mikill. Það voru erfið tíðindi í enda febrúar þegar mikið vatnstjón varð í Ljósatröð í kjölfar mikillar rigningar og asahálku. Skýring liggur fyrir og þar hefur verið bætt úr svo vonandi heyrir svona tjón fortíðinni til.
Þrátt fyrir mikið tjón tókst að halda starfinu gangandi, enginn fundur var felldur niður eða fluttur annað og unnt var að standa við allar veislur um páskana. Margir lögðust á árarnar og eru þeim færðar innilegustu þakkir. Unnið hefur verið í húsinu sleitu­laust allan maímánuð og þann 4. júní var fyrsta brúðkaups­veisla sumarsins haldin.
Þvílíkur kraftur í hópi bræðra.

Friðgeir Magni Baldursson, Stm. St. Jóh.st. Hamars.
Ásgeir Magnússon, Stm. St. Jóh.st. Njarðar.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?