Samnorrænn fundur elstu Jóhann­es­ar­stúkna allra Norður­landanna

31. ágúst 2019

Annað hvort ár hittast stólmeistarar elstu Jóhann­es­ar­stúkna allra Norður­landanna og hefur skapast sú hefð að sú stúka sem er heimsótt heldur upptökufund á fyrsta stigi.

Í haust er komið að okkur í St.Jóh.Eddu að taka á móti bræðrum okkar og systrum. Við eigum von á rúmlega 200 gestum frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð helgina 30 ágúst til 1. september. Þessir fundið hafa tekist afar vel og hafa þeir íslensku bræður og systur sem heimsótt hafa hinar stúkurnar látið einstaklega vel af.

Laugar­dags­kvöldið 31. ágúst sláum við upp einskonar systra­kvöldi þar sem ekkert verður til sparað oga fögnum við fram eftir kvöldi og nótt með bræðrum okkar og systrum. Að venju verður boðið upp á þriggja rétta hátíð­ar­kvöldverð og vönduð skemmti­atriði. Það væri einstaklega ánægjulegt ef Eddu bræður og systur sæu sér fært að taka vel á móti norrænu systkinum okkar. Segja má að þessi samnorræni fundur ásamt hátíð­ar­kvöld­verði sé lokaáfanginn í hátíð­ar­höldum í tilefni hundrað ára afmælis St. Jóh. stúkunnar Eddu.

Athugið að takmarkað miðaframboð er á kvöldið, eða eins og húsrúm leyfir.
Miðasala er hafin hér á vefnum og má skrá sig með því að smella hér.
Skráning stendur yfir til 15. maí, á meðan enn eru til miðar.

Bræður mæti í hvítu vesti og systur í síðkjólum að hefðbundnum sið.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?