Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 19. október Sjá nánar.

Róm á aðventunni

Ógleym­anleg ferð til borgar­innar eilífu

Dagana 5. – 9. des. 2019  fóru 10 Helga­fells­bræður ásamt eigin­konum frá Keflavík  til Rómar í ógleym­anlega ferð, þar hittum við Þórhall Heimisson sem var farastjóri okkar, ásamt Ingileifi Malberg eiginkonu hans.

Fáar borgir vekja aðra eins aðdáun og heilla jafn mikið og Rómarborg þar sem fortíð og nútíð renna saman á einstakan máta. Borgin eilífa hefur hún verið kölluð og ber nafn með rentu. Rómarborg hefur um aldir verið sögusvið keisara, páfa og pílagríma sem lagt hafa leið sína til borgar­innar í gegnum aldirnar. Engin borg stenst samanburð við Róm þegar kemur að sögufrægum stöðum og byggingum. Hér er Péturs­kirkjan, Vatíkanið, Sixtínska kapellan með stórkost­legum málverkum eftir Michelangelo og aðra listamenn, Rómar­torgið eða Foro Romano, Kólósseum, Panþeon og Navónutorg.

Farið var í skoðun­ar­ferðir í Vadikanið og Péturs­kirkjuna gamla miðbæinn, Forum Romanum, Colosseum og dagsferð til Pompei.

Farið var á fund í  frímúra­stúkuna Loggia Mac Bride no 237 sem starfar eftir skosku ritúali, ein af 6 stúkum í heiminum sem notar sama ritual. Á meðan á fundinum stóð fóru systurnar á veitingastað nálægt kirkjunni Chiesa di s.Paolo Entro le mura og síðan á tónleika þriggja tenora sem haldnir voru í kirkjunni.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?