Dr. Mike Kearsley með fræðslufund

Rannsókn­ar­stúkan Snorri, Fræðslu­nefnd og Bókasafnið í Ljósatröð

Fyrir­lesarinn dr. Mike Kearsley hefur ferðast víða og flutt fjöl­breytt erindi og nú verður hann hjá okkur. Br. Mike gerðist frímúrari á Nýja Sjálandi en býr nú á Englandi. Hann er embætt­is­maður í rann­sókn­ar­stúk­unni Quatuor Coronati og félagi í mörgum öðrum rann­sókn­ar­stúkum. Br. Mike er nú ritsjóri The Square frímúr­ara­tíma­ritsins. Eftir hann liggja fjöldi greina og fyrir­lestra.

1814 Consoli­dation and Change – the first year of the Grand Lodge of England.   

Fyrri fyrir­lestur Br. Mike er Prest­onian 2014 fyrir­lestur hans.  Árlega velur UGLE einn fyrir­lesara og eitt efni sem er hinn opinberi fyrir­lestur UGLE og eru þeir kallaðir Prest­onina fyrir­lestrar.  Í þessum fyrir­lestri mun hann fjalla á skemmti­legan hátt um öll þau vandamál sem urðu til við sameiningu á hinum tveim stórstúkum Englands, Antients og Moderns í hina sameinuðu stórstúku Englands UGLE.  Fjallar hann m.a. um það að enskir frímúrarar fundu upp sitt eigið dagatal sem hefur verið notað síðan en er fullkomlega vitlaust.  Sænska sjómenn sem báðu um ölmusu.  Fræga frímúrara þess tíma og margt annað skemmtilegt.

The Roberto Calvi Affair

Í seinni fyrir­lestrinum fjallar br. Mike m.a. um Robert Calvi sem oft er kallaður banka­stjóri Vatik­ansins, en hann fannst hengdur undir brú í London með vasa fulla af múrsteinum.   Skoðar br. Mike samsæris­kenn­ingar um að Mafían, Frímúrarar, Vatikanið eða einhver annar hafi hengt banka­stjórann.  Í framhaldinu fjallar hann um upphaf frímúrara á Ítalíu, en saga þeirra er gjör ólík enskra eða íslenskra frímúrara.  Einnig verður komið inn á ofsóknir Evrópskra einræð­is­herra geng frímúrurum.  Fjallað um uppgang hinnar illræmdu Probaganda Duo eða P2 stúku.  Það sem var að gerast á Ítalíu og hvernig er staða frímúrara þar er í dag.

Um allt þetta fjallar br. Mike á fjörlegan, skemmti­legan og jafnvel fyndinn hátt og notar myndvarpa til að gera þetta allt myndrænna.

Fundurinn fer fram á ensku og er borgara­legur klæðnaður. Á fundinum verður seld súpa og brauð í hádeginu á milli fyrir­lestra fyrir kr. 1.500 sem jafnframt greiðir hluta kostnaðar við heimsóknina.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?