Ráðstefna um Alzheimer-sjúkdóminn

Sunnu­daginn 3. apríl 2022

Alzheimer og aðrir heila­bil­un­ar­sjúk­dómar eru ein af helstu áskorunum heilbrigð­is­þjón­ust­unnar. Fræðslu­nefnd Frímúr­ar­a­regl­unnar heldur ráðstefnu um málefnið sunnu­daginn 3. apríl nk. kl. 14:00 – 16:30, í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík, í veitingasal á 1. hæð (meðan húsrúm leyfir). 

Ráðstefnan er opin öllum frímúr­ara­bræðrum, fjölskyldum þeirra og vinum. 

  • Hver eru einkennin? Hvað er til ráða fyrir sjúklinginn? Hvernig er að lifa með sjúkdómnum?
  • Hvað með aðstand­endur og vini? Hvernig takast þeir á við breyttar aðstæður?
  • Hvernig getum við best hjálpað ættingjum og vinum, sem hafa greinst með sjúkdóminn

Dagskrá

Við höfum fengið til liðs við okkur helstu sérfræðinga og leikmenn á þessu sviði hérlendis, sem munu fræða okkur um ýmsar hliðar og áhrif sjúkdómsins, og taka þátt í pallborð­sum­ræðum. 

Steinunn Þórðar­dóttir, yfirlæknir heila­bilunar hjá Landspítala, öldrun­ar­læknir, sérfræð­ingur í Alzheimer og öðrum heila­bil­un­ar­sjúk­dómum.

  • Þegar heilinn tekur að bila, orsök – afleiðing. Alzheimer-sjúkdóm­urinn, einkenni og þróun.

Vilborg Gunnars­dóttir, framkvæmda­stjóri Alzheimer­sam­takanna.

  • Greining staðfest – hvað svo?  Leiðir og úrræði til betri líðunar. Stuðn­ingur við Alzheimer-sjúklinga og aðstand­endur þeirra – www.alzheimer.is. 

 

Kaffihlé

Ragna Þóra Ragnars­dóttir, maki ungs manns með Alzheimer.

  • Aðstandandi þriggja kynslóða. Persónuleg reynslusaga. 

Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, forstöðu­maður Sálgæslu- og fjölskyldu­þjónustu kirkj­unnar.

  • Sorgin í veikindum. Að lifa við nýjar og breyttar aðstæður.

Pallborð­sum­ræður – fyrir­spurnir og svör. 

Setningarávarp: Guðmundur Kr. Tómasson, oddviti Fræðaráðs Frímúr­ar­a­regl­unnar.

Lokaávarp: Eiríkur Finnur Greipsson, erindreki Frímúr­ar­a­regl­unnar.

Ráðstefn­u­stjóri: Einar Kristinn Jónsson, form. Fræðslu­nefndar Frímúr­ar­a­regl­unnar.

Umræð­u­stjóri: Ársæll Guðmundsson, í Fræðslu­nefnd Frímúr­ar­a­regl­unnar. 

Streymi

Ráðstefnunni verður streymt til nokkurra stúku­heimila á lands­byggðinni, þar sem bræðrum gefst kostur á að koma saman með fjölskyldum sínum og vinum, hlýða á erindin og senda inn fyrir­spurnir. 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flesta með fjölskyldum og vinum á þessari áhuga­verðu ráðstefnu.

Fræðslu­nefnd Frímúr­ar­a­regl­unnar

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?