Passíusálmunum streymt frá Seltjarn­ar­nes­kirkju

Hefst kl. 13:00

Passíusálmunum verða streymt á Facebook frá Seltjarn­ar­nes­kirkju á Föstu­daginn langa hinn 10. apríl nk. frá kl. 13 til um kl. 18. Það er 25 manna hópur sem les kveðskap sr. Hallgríms Péturs­sonar, þar sem skáldið rekur aðdraganda kross­fest­ingar Krists, ásamt spaklegum útlegg­ingum og hollráðum, sem þjóðin hefur í margar kynslóðir talið sér til góðs að hugleiða, ekki síst í nánd við páska.

Milli lestra munu þau hjónin Guðný Guðmunds­dóttir fiðlu­leikari og fv. konsert­meistari Sinfón­íu­hljóm­sveitar Íslands, og Gunnar Kvaran, selló­leikari og prófessor við Lista­há­skóla Íslands, flytja hugljúfa tónlist.

Heimild: http://seltjarn­ar­nes­kirkja.is/

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?