Heilbrigð­is­ráðu­neytið gefur út nýja reglugerð sem tók gildi 10. maí 2021 Sjá nánar.

Páska­hug­vekju Hamars streymt á vef Reglunnar

Þriðju­daginn 7. apríl kl. 21.00

Kæru bræður,

Það hefur verið siður hjá okkur Hamars­bræðrum að halda sérstakan og einstakan páskafund í dymbilviku.  Hæstuppl. bróðir R&K r.k. Sigurgeri heitinn Guðmundsson fyrrverandi stólmeistari stúkunnar kom þessum ágæta sið á í dymbilviku 1976 og hefur hann verið haldinn óslitið síðan þá.  Það sem svo hagar til að við getum ekki haldið páska­fundinn á þriðjudag n.k. höfum við ákveðið að halda páska­hug­vekju í staðinn og streyma henni á vefinn á þriðjudag 7. apríl kl. 21.00 þannig að þú og fjölskyldan getið horft á í tölvunni eða nettengdum tækjum heima í stofu.   Það er von okkar Hamars­bræðra að sem flestir njóti og fylgist með útsend­ingunni.

Athöfninni verður streymt frá Víðistaða­kirkju.  Við munum hafa tónlist. Bróðir Bjartmar Ingi Sigurð­usson syngur fyrir okkur við undirleik bróður Hákons Leifs­sonar.  Bróðir Gísli Kr. Björnsson V.Rm mun flytja okkur páska­guð­spjallið og bróðir Magnús Gunnarsson Sm mun kveikja á páska­kertinu.  Kraft­mikið og áhrifaríkt hátíðarávarp páskanna mun bróðir okkar Kristján Björnsson víglu­s­biskum flytja okkur og verður því streymt beint frá Skálholts­kirkju. Við eigum á von á að þetta verði jákvæð og uppbyggileg dagskrá sem gæti tekið um 50 mínútur.

Efnið verður væntanlega aðgengilegt á vef Reglunnar fram yfir páska.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?