
Kæru bræður,
Það hefur verið siður hjá okkur Hamarsbræðrum að halda sérstakan og einstakan páskafund í dymbilviku. Hæstuppl. bróðir R&K r.k. Sigurgeri heitinn Guðmundsson fyrrverandi stólmeistari stúkunnar kom þessum ágæta sið á í dymbilviku 1976 og hefur páskafundurinn verið haldinn óslitið til 2019.
Nú um stundir er erfitt að gera áætlanir sem standast og þar sem við getum ekki haldið páskafundinn í kvöld höfum við ákveðið að endursýna páskahugvekjuna frá síðasta ári í kvöld kl. 21.00 á Youtube þannig að þú og fjölskyldan getið horft á í tölvunni eða nettengdum tækjum heima í stofu. Það er von okkar Hamarsbræðra að sem flestir njóti og fylgist með útsendingunni.
Athöfninni var streymt beint frá Víðistaðakirkju um síðustu páska. Í kvöld sýnum við upptöku frá þeirri einstöku athöfn. Bróðir Bjartmar Ingi Sigurðusson syngur fyrir okkur við undirleik bróður Hákons Leifssonar. Bróðir Gísli Kr. Björnsson v.Rm mun flytja okkur páskaguðspjallið og bróðir Magnús Gunnarsson Sm mun kveikja á páskakertinu. Kraftmikið og áhrifaríkt hátíðarávarp páskanna flutti okkur bróðir Kristján Björnsson víglusbiskum frá Skálholtskirkju. Við vonum að þið og fjölskyldan njótið þessarar jákvæðu og uppbyggilegu dagskrá í tilefni páskanna. Sýningin tekur 60 mínútur. Ég vona að þið verðið öll með okkur í kvöld kl. 21.00 á Youtube
Efnið verður aðgengilegt á hlaðvarpssíðu Hamars fram yfir páska.