Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 18. september Sjá nánar.

Óvenju­legur fjárhags­stúkufundur í Helga­felli

Einstakur og eftir­minni­legur fundur við sérstakar aðstæður

Vetrar­starfið í Helga­felli hófst að venju með fjárhags­stúkufundi miðviku­daginn 9. september sl. En samt var ekkert venjulegt við þennan fund, í stuttu máli margt nýtt og óvenjulegt. Við búum við sérstakar aðstæður, þurfum að taka tillit til sóttvarn­ar­reglna og viðmiðana í stóru sem smáu.

Venjulega hefði þessi fundur verið auglýstur bæði á vefsíðunni og í tölvu­pósti til Helga­fells­bræðra, og þess vænst að sem flestir kæmu, jafnt núverandi sem fyrrverandi embætt­ismenn svo og allir hinir fjölmörgu virku bræður og velunnarar stúkunnar.  En nú eru tímarnir aðrir. Miðað við sóttvarn­ar­reglur var „húsfyllir“ þegar 31 bróðir sótti fund! Aðgangur var takmarkaður, aðeins embætt­is­mönnum, því miður var aðeins pláss fyrir þessa bræður.

Margt var með öðru sniði á fundinum en við eigum að venjast. Fundurinn var eigi að síður afar fallegur og vel útfærður hjá öllum starfandi embætt­is­mönnum; þeir eiga lof skilið. Fundarmenn voru almennt ekki með andlits­grímur, en vel gætt að eins metra fjarlægð­ar­mörkum í öllum athöfnum. Stm. Friðmar M. Friðmarsson stýrði fundi, flutti ávarp og hvatti bræður til að standa saman á þessum óvenjulegu tímum. Br.Rm. Leifur Franzson flutti áhrifa­mikið erindi eins og hans er von og vísa, og Br.R. Páll Guðjónsson flutti áhuga­verða skýrslu fyrir síðasta starfsár, sem gerð verður nánari grein fyrir síðar. Br.Fh. Magnús Ingi Stefánsson gerði grein fyrir ársreikningi síðasta starfsárs 2019-2020.

Bróður­máltíð fór fram í stækkuðu rými St.Andr. veitinga­sal­arins, sem nam rýminu að St.Jóh. veitinga­salnum, og geta menn rétt ímyndað sér allt það rými fyrir bróður­máltíð þar sem er einungis 31 bróðir.

Verið er að útfæra og skipu­leggja vetrar­starfið í ljósi aðstæðna. Allar samkomur og fundir verða skipu­lagðar þannig að varúðar sé gætt þegar kemur að sóttvörnum. Vetrar­starfið verður nánar kynnt á vefsíðu Reglunnar og Helga­fells, og með tölvu­pósti til bræðranna, þegar útfærslur liggja nánar fyrir.

Með innilegum brl. kveðjum
Vefnefnd Helga­fells

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?