Opið hús hjá St.Jóh.st. Mælifelli Sauðár­króki

Sunnu­daginn 24. mars 2019 kl. 14:00 - 17:00

Bræður í St.Jóh.st. Mælifelli bjóða almenningi til opins húss næstkomandi sunnudag, 24. mars 2019. Tilefnið er 100 ára afmæli fullgilds frímúr­ara­starfs á Íslandi á þessu ári.

Húsnæði stúkunnar er að Borgarmýri 1, á Sauðár­króki. Dagskrá hefst kl. 14:00 með fræðslu­erindi um sögu frímúr­ara­starfs í Skaga­firði og Húnavatns­sýslum sem og á landsvísu. Auk fræðslu­er­ind­isins verða húsakynni stúkunnar og ýmsir munir úr sögu Frímúr­ar­a­regl­unnar til sýnis. Gestum verður einnig boðið að hlýða á nokkur tónlist­ar­atriði og þiggja veitingar. Dagskránni lýkur klukkan 17:00.

Allir eru velkomnir.

Afmæl­is­nefnd St.Jóh.st. Mælil­fells

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?