Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 24. febrúar 2021 Sjá nánar.

Opið hús hjá Njálu 11. maí 2019

Talið er að um 100 gestir hafi sótt stúkuna heim

Í tilefni af 100 ára afmæli frímúr­ara­starfs á Íslandi opnaði Njála á Ísafirði húsakynni sín 11. maí sl.  Njálu­bræður sinntu ýmsum verkefnum m.a. að taka á móti gestum og vera til svars um starfsemi Reglunnar ásamt að sýna húsakynni og minjasafn Njálu.

Talið er að  um 100 gestir hafi sótt stúkuna heim og var það samdóma álit þeirra bræðra sem störfuðu á opnu húsi að gestir hafi verið einstaklega jákvæðir, þeir hafi spurt ýmissa spurninga um starfsemi Reglunnar og höfðu gestir jafnframt á orði að margt hefði komið þeim skemmtilega á óvart.  

Stm Njálu flutti opnunar ávarp og þrír Njálu­bræður sungu Njálu­lagið án undir­leiks, gestum var boðið upp á léttar veitingar.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?