Kæru bræður.
„Heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út yfirlýsingu um að sett verði ný reglugerð um sóttvarnir vegna COVID-19 faraldursins, sem taka á gildi á miðnætti 12. janúar 2022 og á að gilda í 3 vikur (02-02-2022).
Niðurstaða SMR og Viðbragðsteymis R. er að með yfirlýsingu þessari verði áfram í gildi sömu takmarkanir á fundarhöldum og samkomum á vegum R., hverju nafni sem þær nefnast, sem tilkynntar voru á vef R. þann 22.12.2021.
Öll fundarhöld og samkomur eru því felld niður fram til 2. febrúar næstkomandi.
Reglur þessar verða endurskoðaðar strax og yfirvöld gera breytingar á sóttvarnareglum sem hafa munu áhrif á útfærslu þeirra á fundum og samkomum í húsnæði Reglunnar.
Allar breytingar eru birtar á heimasíðu R. Erindreki R. eða Stjórnstofa veitir frekari upplýsinga ef óskað er eftir.
Kristján Þórðarson SMR
Viðbragðsteymi R.“