Kæru bræður.
Í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að sóttvarnareglur sem taka gildi frá og með morgundeginum 7. október 2021, eru óbreyttar frá gildandi reglum sem gefnar voru út 14. september síðastliðinn. Reglugerðin mun gilda til 20. október næstkomandi.
Af framansögðu er ljóst að Viðbragðsteymi R. mun ekki breyta verklagsreglum varðandi sóttvarnir á stúkufundum, þannig að útgefnar reglur teymisins sem voru uppfærðar þann 31. ágúst s.l. verða óbreyttar og má nálgast þær hér. Munu þær gilda til 20. október ef ráðuneytið sér ekki ástæðu til að breyta þeim fyrr.
Af gefnu tilefni eru bræður minntir á að okkur er kappsmál að koma í veg fyrir smit og því ber okkur að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vera góð fyrirmynd annarra og ganga frekar öllu lengra í sóttvörnum en yfirvöld okkar krefjast.
Ef spurningar vakna er unnt að beina fyrirspurnum til Stjórnstofu, á netfangið stjornstofa@frmr.is eða í síma 510-7800.
Viðbragðsteym R.