Óbreyttar reglur um sóttvarnir til 3. mars nk.

Kæru bræður.

Föstu­daginn 5. febrúar 2021, gáfu heilbrigð­is­yf­irvöld út nýja reglur um sóttvarnir sem gilda munu frá 8. febrúar, í þrjár vikur, þ.e. til miðviku­dagsins 3. mars 2021.

Þrátt fyrir tilslakanir frá núgildandi reglum, þá duga þær ekki til þess breyta neinu í starfi innan Frímúr­ar­a­regl­unnar.

Áður útgefin tilkynning frá Viðbragð­steymi R undir stjórn SMR, dagsett þann 13. janúar s.l. mun því standa óbreytt og framlengjast til 3. mars n.k.

Viðbragð­steymi Reglunnar skipa HSM, St.Sm., ER og yfirstjórnandi er SMR.

Frekari upplýsn­ingar veitir Stjórn­stofa ef þess er óskað.

 Viðbragð­steymi R.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?