Nýtt tölublað Frímúr­arans komið út

2. tölublað ársins 2017

Nýtt efnis­mikið tölublað Frímúr­arans er komið út. Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um ferð Sigurgeir Sigurðs­sonar, biskups Íslands til Vestur­heims 1944.

Sigurgeir Sigurðsson, biskup Íslands, fór á vegum ríkis­stjórnar Íslands til Vestur­heims í ársbyrjun 1944 til að sitja 25 ára afmæl­is­hátíð Þjóðrækn­is­félags Vestur-Íslendinga.  Franklin D. Roosevelt forseti Banda­ríkjanna sendi Sigugeiri táknræna gjöf um fjóra þætti hins mikilvæga frelsis, mannsins, fjórar myndskreyttar sögur. Frá þessum merka grip og þessari heimsókn er sagt í nýjasta tölublaði Frímúr­arans, sem nýkomið er út. Ennfremur eru tvær greinar í tilefni þess að 300 ár eru liðin frá stofnun Stórstúk­unnar í London, fjallar önnur um stofnun stúkunnar og hin um grund­vall­arlög enskra frímúrara. Þá er í blaðinu fjallað um grósku­mikla starfsemi St. Jóh.stúkunnar Mælifells á Sauðár­króki, rakin saga stúkunnar og viðtal við Ásgeir Einarsson, Stólmeistara Mælifells. Í blaðinu er ýmis annar fróðleikur, m.a. er fjallað um samsæris­kenn­ingar um frímúr­ar­a­regluna, Frímúr­ara­sjóðinn, opnun innri vefs Reglunnar, stefnu­mótun Reglunnar o.fl.

Hægt er að nálgast blaðið með því að smella hér

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?