Nýtt tölublað Frímúr­arans komið út

2. tölublað ársins 2017

Nýtt efnis­mikið tölublað Frímúr­arans er komið út. Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um ferð Sigurgeir Sigurðs­sonar, biskups Íslands til Vestur­heims 1944.

Sigurgeir Sigurðsson, biskup Íslands, fór á vegum ríkis­stjórnar Íslands til Vestur­heims í ársbyrjun 1944 til að sitja 25 ára afmæl­is­hátíð Þjóðrækn­is­félags Vestur-Íslendinga.  Franklin D. Roosevelt forseti Banda­ríkjanna sendi Sigugeiri táknræna gjöf um fjóra þætti hins mikilvæga frelsis, mannsins, fjórar myndskreyttar sögur. Frá þessum merka grip og þessari heimsókn er sagt í nýjasta tölublaði Frímúr­arans, sem nýkomið er út. Ennfremur eru tvær greinar í tilefni þess að 300 ár eru liðin frá stofnun Stórstúk­unnar í London, fjallar önnur um stofnun stúkunnar og hin um grund­vall­arlög enskra frímúrara. Þá er í blaðinu fjallað um grósku­mikla starfsemi St. Jóh.stúkunnar Mælifells á Sauðár­króki, rakin saga stúkunnar og viðtal við Ásgeir Einarsson, Stólmeistara Mælifells. Í blaðinu er ýmis annar fróðleikur, m.a. er fjallað um samsæris­kenn­ingar um frímúr­ar­a­regluna, Frímúr­ara­sjóðinn, opnun innri vefs Reglunnar, stefnu­mótun Reglunnar o.fl.

Hægt er að nálgast blaðið með því að smella hér

Aðrar fréttir

Jólafundur Mímis
Jólatrésskemmtun Hamars
Myndir frá vinafundi Fjölnis
Myndir frá vinafundi Fjölnis

Innskráning

Hver er mín R.kt.?